Nýjung á síðu SSNV

Skjáskot af síðu SSNV
Skjáskot af síðu SSNV

SSNV, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, hafa nú sett upp svæði á heimasíðu sinni þar sem miðlað er auglýsingum um störf sem í boði eru á svæðinu ásamt störfum sem auglýst verða án staðsetningar.

Atvinnuauglýsingarnar má finna á heimasíðu samtakanna undir flipanum STÖRF. Hlýtur það að teljast til mikilla hagsbóta fyrir atvinnuleitendur að geta nálgast atvinnuauglýsingar á einum stað.

Hægt er að koma upplýsingum um störf í boði á sveinbjorg@ssnv.is til birtingar á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir