Nýlistasafnið hlaut safnaverðlaunin
Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson veitti Nýlistasafninu íslensku safnaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Byggðasafn Skagfirðinga að Glaumbæ og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi voru einnig tilnefnd til verðlaunanna.
Það eru Íslandsdeild Alþjóðaráðs safna (ICOM) og félag íslenskra safna og safnamanna sem standa saman að verðlaununum, en þau eru veitt annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara framúr.
Það er því mikill heiður fyrir söfnin okkar Byggðasafnið og Heimilisiðnaðarsafnið að fá þessar tilnefningar og óskar Feykir.is þeim Sigríði Sigurðardóttur og Elínu Sigurðardóttur innilega til hamingju með viðurkenninguna á því frábæra starfi sem þær vinna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.