Nýr ostur frá Mjólkursamlagi KS á Ostóber

Gull Tindur á popup stað ostabúðarinnar í Mathöllinni Hlemmi. Mynd: MS.
Gull Tindur á popup stað ostabúðarinnar í Mathöllinni Hlemmi. Mynd: MS.

Íslenskir ostadagar standa núna yfir á veitingastöðum hringinn í kringum Ísland þar sem fagnað er fjölbreytileika íslenskra osta undir heitinu Ostóber. KKrestaurant tekur þátt á Sauðárkróki og býður uppá sérrétti með íslenskum ostum á matseðlinum frá og með morgundeginum 20. október. Verður meðal annars í boði Stóri Dímon með karmelliseruðum hnetum og Gull Tindur.

Meðfylgjandi kort af veitingastöðum sem taka þátt í ostóber.

Meðfylgjandi kort af veitingastöðum sem taka þátt í ostóber.

Nýr ostur, framleiddur af Mjólkurbúi Kaupfélags Skagfirðinga, leikur stórt hlutverk á Íslenskum ostadögum en hann hefur hlotið nafnið Gull Tindur. Gull Tindur er geymdur í ostageymslu KS í 12-14 mánuði áður en hann fer á markað og fær próteinið í ostinum að kristallast svo líkist salti þegar osturinn er borðaður. Lagið á honum vekur einnig eftirtekt hann er kringlóttur með svart vax utan um sig.  Skyrgerðin Hveragerði hefur t.d. sett Gull Tind í aðalréttinn af 3ja rétta ostamatseðli þar sem spaghetti er velt upp úr ostinum við borðið hjá gestinum, flamberað með brandý, ruccola salati, svörtum pipar og ólífuolíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir