Nýr skólastjóri ráðinn að Höfðaskóla

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar sl. föstudag, þann 8. apríl, var tekin ákvörðun um ráðningu Söru Diljár Hjálmarsdóttur sem skólastjóra við Höfðaskóla. Tveir umsækjendur voru um stöðuna, þær Sara Diljá Hjálmarsdóttir og Sonja Dröfn Helgadóttir, og rann umsóknarfrestur út þann 24. mars sl.

Í fundargerð sveitarstjórnar segir: „Við endanlegt mat á umsækjendum var horft til þess hvaða menntun væri æskilegust í starfið. Viðmiðið ræðst m.a. af því hverjar þarfir viðkomandi stofnunar eru og hvaða menntun eða reynsla er líklegust til þess að nýtast hvað best við rekstur og stjórnun skólans. Sara Diljá hefur M.ed. gráðu í grunnskólakennslu, B.ed. gráðu í kennslu ungra barna og diplóma í stjórnun menntastofnana sem telja verður að sé það nám sem er best til þess fallið að nýtast við stjórnun grunnskóla. Þá var reynsla hennar sem staðgengill núverandi skólastjórnenda Höfðaskóla einnig metin sem og önnur námskeið og verkefni sem hún hefur sinnt bæði í námi og starfi. Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að ganga frá ráðningu Söru Diljár Hjálmarsdóttur í starfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir