Nýr varaformaður Samfés frá Sauðárkróki
feykir.is
Skagafjörður
05.05.2010
kl. 14.27
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, starfsmaður Húss frítímans á Sauðárkróki var í gær, á aðalfundi, kjörin varaformaður Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi.
Félagsmiðstöðin Friður hefur átt fulltrúa í stjórn Samfés frá árinu 2004. María Björk Ingvadóttir, frístundastjóri gegndi þessu embætti þar til í fyrra en þá voru þau Sigurlaug Vordís og Árni Gísli Brynleifsson kosin inn í stjórn og varastjórn. Árni Gísli lét af embætti á fundinum í gær, en sem fyrr segir tók Sigurlaug Vordís við embættinu.