Nýtt lag frá Atla Degi, Hauki Sindra og Ásgeiri Braga

Atli Dagur Stefánsson og Haukur Sindri Karlsson skipa Azpect sem gaf út nýtt lag á Spotify í dag. Aðsend mynd.
Atli Dagur Stefánsson og Haukur Sindri Karlsson skipa Azpect sem gaf út nýtt lag á Spotify í dag. Aðsend mynd.

Í dag kom út á Spotify nýtt lag, Let you down, frá tónlistartvíeykinu Azpect sem skipað er þeim Atla Degi Stefánssyni og Hauki Sindra Karlssyni. Þeim til halds og traust í útsetningunni var þriðji vinurinn af Króknum, Ásgeir Bragi Ægisson sem orðinn er heimsþekktur sem Ouse.

Atli Dagur segir að þeir Haukur Sindri séu nýbyrjaðir að gefa út tónlist undir nafninu Azpect á Spotify og er  Let you down  fjórða lagið sem þeir gefa út. „Við sendum lagið á Ásgeir og báðum hann að featura á því. Honum leist vel á það og við kláruðum lagið á nokkrum dögum í sitthvoru landinu,“ segir Atli Dagur sem vinnur í Reykjavík en Haukur Sindri nemur tónlistar-pródúseringu á háskólastigi í Kaupmannahöfn.

„Sökum þess höfum við þurft að vinna mörg af okkar lögum í sitthvoru landinu í gegnum netið. Við Haukur höfum verið bestu vinir frá því í 5. bekk í Árskóla á Sauðárkróki og höfum alltaf ætlað okkur að gera tónlist saman, en það var erfitt þar sem hann flutti á Akureyri og svo stuttu seinna til Danmerkur. Nú bíðum við spenntir eftir því að Haukur geti flogið til Íslands, þar sem hann mun vera í sumar og er planið að eyða sumrinu mikið í tónlistasmíði á milli þess sem ég verð að keppa fótboltaleiki og æfa. En við vonumst til að geta gefið út plötu í lok ágúst,“ segir Atli Dagur.

Finna má lagið Let you down með Azpect HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir