Nýtt réttindakerfi í lífeyrissjóði?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.11.2014
kl. 14.29
Opinn kynningarfundur um hugmyndir að nýju réttindakerfi fyrir Stapa lífeyrissjóð verður haldinn fyrir sjóðsfélaga Stapa á Mælifelli þriðjudaginn 18. nóvember. Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri sjóðsins mun kynna hugmyndirnar sem áformað er að Stapi taki upp á næsta ári.
Endanleg ákvörðun um hvort þetta kerfi verður tekið upp verður tekin á næsta ársfundi sjóðsins og því mikilvægt að sjóðsfélagar kynni sér málið vel og fái svör við þeim spurningum sem vakna.
Fundurinn er öllum opinn og hefst hann kl. 17:00. Eru sjóðsfélagar í Stapa eindregið hvattir til að mæta. Í lok fundar verður fundarmönnum boðið upp á súpu og brauð.