Nýtt starf tengslafulltrúa laust til umsóknar hjá Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra leitar að öflugum og drífandi einstaklingi í nýtt starf tengslafulltrúa á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Í frétt á vef sveitarfélagsins segir að leitað er að aðila með brennandi áhuga á að starfa með ungmennum og ýta undir velferð þeirra og vellíðan.

„Tengslafulltrúi starfar með ungmennum í Húnaþingi vestra í samræmi við áherslur farsældarlaga og er tengiliður þeirra við stjórnkerfi og stofnanir. Hann vinnur með þeim að því að finna ástríðu sína og vinna að henni með fjölbreyttu tómstundastarfi og stuðningi. Hann hvetur ungmenni til þátttöku og er málsvari þeirra í málum sem þau varða. Hann talar fyrir hugmyndum ungmenna í sveitarfélaginu og hvetur þau til virkni og þátttöku. Tengslafulltrúi vinnur í samráði við sveitarfélagið að þróun og uppbyggingu samfélagsmiðstöðvar í Félagsheimilinu Hvammstanga sem hugsuð er fyrir fjölbreytt tómstundastarf ungmenna og annarra íbúa sveitarfélagsins.“

Fram kemur að um er að ræða frábært tækifæri fyrir öflugan einstakling til að móta nýtt og spennandi starf auk þess að hafa jákvæð áhrif á samfélagsþróun í sveitarfélagi í sókn.

Sjá nánar á vef Húnaþings vestra >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir