Öflugt þjálfaranámskeið hjá Tindastóli

Í tengslum við körfuboltabúðirnar sem UMF Tindastóll stendur fyrir í sumar, verður haldið þjálfaranámskeið fyrir íslenska þjálfara, þar sem hinir erlendu gestir búðanna munu halda fyrirlestra ásamt yfirþjálfara körfuknattleiksdeildarinnar, Borce Ilievski. Búið er að birta viðfangsefni þjálfaranna á námskeiðinu og er það að finna HÉR.

Þátttaka íslenskra þjálfara í þessu námskeiði mun telja inn í fræðsluáætlun körfuknattleikssambandsins og fá þjálfarar þátttökuna metna inn í þá áætlun. Listi yfir þátttakendur verður sendur til KKÍ að afloknu námskeiðinu.

Þátttökugjaldið er kr. 12.000 og innifalið í því er fullt fæði á meðan námskeiðinu stendur. Skráningin fer fram í gegn um netfang körfuboltabúðanna korfuboltabudir@tindastoll.is.

Á heimasíðu Tindastóls eru Íslenskir körfuknattleiksþjálfarar hvattir til þess að láta þetta námskeið ekki framhjá sér fara, enda ekki á hverjum degi sem fimm erlendir körfuboltaþjálfarar bjóða upp á námskeið í einum pakka.

Fleiri fréttir