Öll liðin drógu sig úr keppni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.03.2009
kl. 09.28
Körfuboltamót sem vera átti hjá minniboltastelpunum um síðustu helgi féll niður. Öll liðin sem áttu að koma, drógu þátttöku sína til baka.
Öll liðin bera við erfiðleikum við að manna liðin en hætta er á að þessi vormót sem slík hljóta að vera að renna sitt skeið á enda, þar sem alvara þátttökuliða í þeim er oft ekki mikil. Vormótin eru haldin fyrir önnur lið en þau sem eru í A-riðli, en þar eru fjórar umferðir í Íslandsmótinu en aðeins þrjár í hinum riðlunum.
Eðlilegast væri að fjórar umferðir væru í öllum riðlunum. Frá þessu er greint á Tindastóll.is