Öllum umsækjendum hafnað
feykir.is
Skagafjörður
21.08.2010
kl. 22.12
Öllum þeim 17 umsækjendunum sem sóttu um stöðu sveitarstjóra hjá svf. Skagafirði hefur verið hafnað af hálfu meirihlutans. Leit er hafin að nýju að sveitarstjóraefni.
Öllum umsækjendum hefur verið sent bréf þar sem þetta er tilkynnt og jafnframt tilgreind ástæða þessarar ákvörðunar sem byggist á mikilvægi þess að samstaða sé góð í meginatriðum innan sveitarstjórnar um þann aðila sem ráðinn er til starfans og að eftir ítarlega yfirferð hafi þótt sýnt að ekki næðist sátt um ráðningu aðila úr hópi umsækjenda.
Í framhaldi af ofangreindri ákvörðun hefur því aftur hafist leit að sveitarstjóraefni og mun verða tilkynnt um niðurstöðu þegar hún liggur fyrir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.