Olweusardagur í Árskóla
feykir.is
Skagafjörður
19.04.2010
kl. 09.48
Olweusardagurinn var haldinn hátíðlegur í Árskóla sl. föstudag en daginn þann er bekkjardeildum blandað saman.
Dagurinn var allur hinn besti enda unnu allir nemendur saman að verkefnum tengdum samveru og vináttu.
Fleiri fréttir
-
Austurdalur tók vel á móti kirkjugestum
Hin árlega Ábæjarmessa fór fram á sunnudaginn 3.ágúst í góðu veðri. Alls skrifuðu 120 manns í gestabók og geta fáar kirkjur í Skagafirði státað af svo góðri kirkjusókn. Sumir komu akandi, aðrir gangandi og enn aðrir ríðandi. Margir tóku með sér nesti og gerðu úr þessu lautarferð í leiðinni.Meira -
Gott að sem flestir viti um dragnótaveiðar | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar
Aðsend grein. Ég þekki engan sem vinnur við sjávarútveg sem ekki vill umgangast lífríki hafsins af mikilli tillitssemi og með eins sjálfbærum hætti og frekast er unnt. Alls engan. Þess vegna svíður svolítið – og eiginlega svolítið mikið – undan því þegar vísindalegar niðurstöður eru að engu hafðar og tiltekin veiðarfæri tortryggð og töluð niður árum saman með dylgjum og jafnvel fullyrðingum sem ganga þvert á það sem sannara reynist. Þess vegna skrifa ég þessar línur og vona að sem flestir gefi sér nokkrar mínútur til þess að lesa þær.Meira -
Íslenski hesturinn kynntur í Hrímnishöllinni
Í Hrímnishöllinni á Bjarmalandi í Skagfirði þar sem ráða ríkjum Guðmar Freyr Magnússon og Berglind Ósk Skaftadóttir, eru reknar hestasýningar fyrir ferðamenn auk hefðbundinnar starfssemi svo sem tamningum og þjálfun.Meira -
Fljótahátíð hefur farið vel fram
Lokasprettur Fljótahátíðar er í kvöld. Kl: 20 er brekkusöngur með Dósa og svo verður kveikt í brennu kl: 21. Síðan hefst tryllt fjör með DJ Helga Sæmundi og Sprite Zero Klan fram eftir nóttu. Aðeins hefur blásið í Fljótunum í dag en hlýtt og bjart.Meira -
Enn bætir Tindastóll í
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við spænsku körfuknattleikskonuna Mörtu Hermida um að leika með liðinu á komandi tímabili. Þetta er mikill fengur fyrir Tindastól og spennandi tímabil framundan hjá kvennaliðinu.Meira