Opið hús á Varmalandi
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
28.09.2017
kl. 13.39
Það stefnir í góða Laufskálaréttarhelgi í Skagafirði þar sem veðurguðirnir ætla að splæsa logni og yfir 10 stiga hita á laugardag. Á föstudag verður einhver úði en rétt til að rykbinda reiðvegi og velli hjá þeim búum sem bjóða gestum að líta við.
Eins og undanfarin ár verður opið hús á Varmalandi í Sæmundarhlíð í tilefni Laufskálaréttar á föstudaginn frá kl.13 til 17. Þar verða til sýnis og sölu folöld, trippi og tamin hross.
Heitt verður á könnunni og léttar veitingar og allir velkomnir, segir í tilkynningu frá fjölskyldunni á Varmalandi.