Mikil skuldbinding að taka þátt í svona keppni
Hrannar Freyr Gíslason er kennari í húsasmíði við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, fæddur Sauðkrækingur og sonur Gísla Kristjánssonar og Svanhildar Einarsdóttur. Hann er lærður húsasmíðameistari með kennsluréttindi iðnmeistara frá Háskóla Íslands og einnig með rafvirkjamenntun frá FNV og ef þið hélduð að upptalningin væri búin er það misskilningur hann er nefnilega líka menntaður flugvirki frá Spartan School of Aironautics. Börnin sem Hrannar á eru fjögur, Samúel, Sandra,Gunnar og Guðjón og er hann í sambandi með Élise Plessis. Hrannar fór utan með Freyju Lubinu Friðriksdóttur á EuroSkills og Feykir heyrði í Hrannari eftir ferðina.