Opið hús hjá Byggðastofnun

Húsnæði Byggðastofnunar á Sauðárkróki. MYND: BYGGÐASTOFNUN
Húsnæði Byggðastofnunar á Sauðárkróki. MYND: BYGGÐASTOFNUN

Í dag fagnar starfsfólk Byggðastofnunar loks því að hafa tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði undir starfsemi sína. Húsið er að Sauðármýri 2 á Sauðárkróki, sunnan við Póstinn ef það skildi hafa farið fram hjá einhverjum. Af þessu tilefni verður opið hús á milli kl. 14-16 í dag og er öllum velkomið að mæta og skoða nýja húsnæðið og kynna sér starfsemi stofnunarinnar.

Léttar veitingar verða í boði. Samkvæmt heimasíðu stofnunarinnar starfa þar 25 manns. 

Starfsmenn Byggðastofnunar fluttu inn í nýja húsið sumarið 2020 en heimsfaraldurinn hefur komið í veg fyrir að hægt hafi verið að kynna hýbýlin fyrr en nú. Húsið er um 1000 fermetrar og hófust framkvæmdir seinni part ársins 2018 en fyrstu skóflustunguna tók Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, 19. nóvember 2018. Jarðvegsvinna var unnin af Vinnuvélum Símonar en byggingaverktakinn Friðrik Jónsson ehf. sá um að reisa húsið og hófust þær framkvæmdir fyrri hluta árs 2019.

Hér má finna hlekk á frétt Feykis frá því vorið 2020 en þá voru aðeins örfáir dagar í að húsið yrði klárt til afhendingar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir