Nýtt hús Byggðastofnunar að verða klárt

Hús Byggðastofnunar verður hið glæsilegasta. MYNDIR: ÓAB
Hús Byggðastofnunar verður hið glæsilegasta. MYNDIR: ÓAB

Það er allt á fullu við nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki en það er Friðrik Jónsson ehf. sem vinnur verkið. Því á að vera að fullu lokið þann 1. maí nk. og eftir því sem Feykir kemst næst þá er ekkert því til fyrirstöðu að svo verði.

Síðustu daga hefur verið unnið við lóð hússins og lauk malbikun í gær en verið er að leggja síðustu hönd á húsið að innan og vart þverfótað fyrir Tengilsmönnum með sín rafmagnstól.

Húsið er 998 fermetrar, á tveimur hæðum og kjallari undir hluta hússins. Í nóvember 2018 hófust framkvæmdir við grunn en það voru Vinnuvélar Símonar Skarphéðinssonar sem sá um jarðvinnu. Framkvæmdir við byggingu hússins hófust fyrri hluta árs 2019. Blaðamaður Feykis fékk að kíkja inn í húsið í gær og taka nokkrar myndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir