Opið hús hjá Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð verður með opið hús á morgun, hvítasunnudag, og eru gestir boðnir velkomnir í stúdíóið að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á milli kl. 16 – 18.

Þar verður hægt að hitta þá ellefu listamenn hvaðanæva úr heiminum  sem dvelja við listamiðstöðina um þessar mundir.

Einnig verður kvikmyndin Barnaból 35, A Village Waltz, eða Bæjar-Vals, eftir hollensku listakonuna AnneMarie van Splunter. Hægt er að lesa nánar um myndina í umfjöllun Feykis í upphafi mánaðarins.

Fleiri fréttir