Opið hús hjá Nes listamiðstöð
Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús næstkomandi sunnudag, 20. desember, og eru gestir boðnir velkomnir í stúdíóið að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á milli kl. 15 og 17.
Þar verður hægt að hitta þá listamenn hvaðanæva úr heiminum sem dvelja við listamiðstöðina um þessar mundir. Nemendur Höfðaskóla verða með heimagert jólaskraut til sölu.
Allir velkomnir, segir í tilkynningu frá listamiðstöðinni.
						
								
			
