Opið hús í Bílskúrsgalleríinu
Á morgun, fimmtudaginn 26. október, bjóða listamenn októbermánaðar hjá Textílsetri Íslands á Blönduósi til textílsýningar í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann. Sýningin nefnist „far a way“ og eru það listamennirnir Laura Hegarty frá Írlandi, Ingela Nielson frá Svíþjóð, Caroline Forde frá Kanada og Kristine Woods og Maggie Dimmick frá Bandaríkjunum sem standa að henni.
Sýningin er opin milli klukkan 16:00 og 19:00 og eru allir velkomnir.