Opið hús í Bílskúrsgalleríinu á Blönduósi

Listamenn nóvembermánaðar hjá Textílsetri Íslands á Blönduósi verða með opið hús í Bílskúrsgalleríinu við Kvennaskólann á morgun, fimmtudaginn 23. nóvember. Í tilkynningu frá Textílsetrinu segir að ásamt ullarsokkunum, sem eru auðvitað nauðsynlegastir alls á þessum árstíma, verði hellingur af öðru dásamlegu sem listamennirnir hafa unnið undanfarið til sýnis.

Listamennirnir sem sýna eru: Daphna Hartogsohn Blüdnikow frá Danmörku, Felixe Laing frá Nýja-Sjálandi, Jacqueline Stojanovic frá Ástralíu, James LaFollette frá Bandaríkjunum, Julie Tobiesen Sander frá Danmörku, Laura Hegarty frá Írlandi, Lee Ann Maginnis, Íslandi, Molly Pluenneke frá Bandaríkjunum og Rebekah Archer frá Ástralíu.

Sýningin er opin milli klukkan 16:00 og 19:00 og eru allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir