Opið hús í Birkilundi á þriðjudaginn
Feykir hefur áður sagt frá því að nýr og glæsilegur leikskóli hafi verið tekinn í notkun í Varmahlíð seint í nóvember. Í tilkynningu á vef Skagafjarðar kemur fram að sveitarfélagið býður öllum áhugasömum að koma á opið hús í nýtt húsnæði Leikskólans Birkilundar, þriðjudaginn 9. desember frá kl. 16:00-17:30.
Flutt verða stutt ávörp, boðið verður upp á kaffiveitingar og fólki gefinn kostur á að ganga um og kynna sér hið nýja húsnæði leikskólans og lóð hans.
