Opið hús í dag

Í dag miðvikudaginn 20. október verður opið hús hjá Nesi listamiðstöð frá klukkan 18 til 20. Listamenn septembermánaðar bjóða Skagstrendingum og nærsveitungum í heimsókn í vinnustofur sínar þar sem þeir munu sýna það sem þau hafa verið að vinna að undanfarnar vikur.

Sjö listamenn hafa dvalið í listamiðstöðinni í september og koma þau frá Frakklandi, Írlandi, Englandi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu.

Listamenn mánaðarins eru:

  • Brandon Vickerd - myndhöggvari - Kanada
  • Orla Barry - listmálari - Írlandi
  • Michaela Gleave - innsetningar - Ástralía
  • Rebecca Partridge - listmálari - England
  • Heidi Schwegler - blönduð tækni - Bandaríkin
  • Laure Vigna - myndhöggvari - Frakklandi
  • Andrea Weber - innsetningar - Frakklandi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir