Opið hús í Nes listamiðstöð
Í dag, miðvikudaginn 18. desember, klukkan 19-21 munu listamenn desembermánaðar hjá Nesi listamiðstöð á Skagaströnd bjóða til opins húss. Þar verður gestum boðið upp á að skoða fallega hönnun, teikningar, prentanir og máluð verk. Einnig ætlar Adriene Jenik að bjóða upp á „loftslags framtíðarspá“ með ECOtarot spili. Klukkan 20:30-21:00 býður Julie Thomson gesti velkomna til þátttöku í Yoga Nidra. Þá verða teknar léttar teygjur og slökun til að hjálpa gestum að ná góðum nætursvefni.
Á opnu húsi verða einnig boðin til sölu nokkur listaverk sem listamiðstöðinni var ánafnað í tilefni 10 ára afmæli Ness, af listamönnum sem dvalið hafa á Skagaströnd.
Listamenn desember mánaðar eru Adriene Jenik, Alyse Dietal, Donné Hallot, Julie Thompson, Sakari Heikka og Sanneke Griepink.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.