Opið hús í Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í dag, fimmtudag 26. september, milli klukkan 16 og 18. Á dagskránni verður opnunarhátíð fyrir nýtt varanlegt listaverk sem er gjöf til Skagastrandar, búið til af Rainer Fest. Hefst hún stundvíslega klukkan 16.

Í auglýsingu um viðburðinn er fólk beðið að leggja bifreiðum sínum við veginn upp á Höfða við hlið BioPol. Að opnunarhátíð lokinni verður haldið í húsakynni listamiðstöðvarinnar við Fjörubraut þar sem hægt verður að gæða sér á veitingum og njóta verka listamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir