Opið hús í Nes listamiðstöð í dag

Í dag, fimmtudaginn 27. september, verður opið hús í Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Þar munu þeir listamenn sem dvalið hafa í listamiðstöðinni í september sýna vinnu sína. Opið verður frá klukkan 16:30 til 19:00.

Meðal verkefna sem listamenn septembermánaðar hafa unnið eru listaverk úr plasti sem rekið hefur á fjörur, teikningar af íslenskum fuglum, skartgripahönnun, ljósmyndir, málverk og skúlptúrar. Einnig verður boðið upp á ljóðalestur og heimsfrumsýningu á stuttmynd. Þá sýnir Adela Filipovic dans og hefst sýningin klukkan 18:30.

Allir eru velkomnir og, eins og segir í auglýsingu, er tilvalið að koma við eftir vinnu og fyrir kvöldmat.

Fleiri fréttir