Opið hús í Nesi listamiðstöð
Þeir níu listamenn sem hafa dvalið undanfarnar vikur í Nes listamiðstöð opna nú sem fyrr vinnustofur sínar og bjóða áhugasömum að koma í heimsókn og kynnast listsköpun sinni föstudaginn 27. mars nk. klukkan 17:00-19:00
Listamenn marsmánaðar í Nesi listamiðstöð eru:
Lucy McKenna, myndlistarkona frá Írlandi Nadege Druzkowski, listmálari frá Frakklandi Lucas Gervilla, videolistamaður frá Brasilíu Julieta do Vale, ljósmyndari frá Portúgal Noemi Romao, textíllistakona og hönnuður frá Ítalíu Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, skúlptúrlistakona Mie Olise Kjærgård, listmálari frá Danmörku Nick Piper &Marie Brett, myndlistarmenn frá Írlandi.
Í gamla Hólanesfrystihúsinu verður innsetning, listræn sýning úr sandi eða völundarhús. Hún verður opnuð kl. 17:30. Listamennirnir eru Nick Piper og Marie Brett.