Opið hús Vörusmiðja - Sjávarrannsóknir

Þórhildur María Jónsdóttir umsjónarmaður vörusmiðju.
Þórhildur María Jónsdóttir umsjónarmaður vörusmiðju.

Í tengslum við hátíðahöld Sjómannadagsins á Skagaströnd, laugardaginn 10. júní, býður Sjávarlíftæknisetrið BioPol ehf. gestum að skoða rannsóknastofu félagsins.

Til sýnis verður m.a. ný Vörusmiðja þar sem fólki mun gefast kostur á að vinna að þróun og framleiðslu matvæla o.fl. Opið kl. 15:00 - 18:00 Allir hjartanlega velkomnir.

Í viðtali við Feyki í mars sl. sagði Þórhildur María Jónsdóttir, umsjónarmaður vörusmiðjunnar að fyrirkomulagið verði þannig að þeir sem vilja nýta sér aðstöðuna í þróun eða framleiðslu á vörum, geti leigt hana eftir þörfum, hvort heldur sem er hálfan eða heilan dag eða þá einhverja daga. „Rýmið verður vottað og með tilskilin leyfi frá hinu opinbera en svo þarf hver og einn framleiðandi að útbúa gæðahandbók og fá leyfi fyrir sína vöru ef viðkomandi ætlar að selja hana á almennum markaði. Öll vinnsla sem fer fram í vinnslurýminu verður því á ábyrgð hvers og eins framleiðanda, en mitt hlutverk verður meðal annars að aðstoða fólk við þessa vinnu,“ sagir Þórhildur. 

Fleiri fréttir