Opið vormót Skagfirðinga og úrtaka fyrir Landsmót 2014
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
11.06.2014
kl. 09.09
Opið vormót Skagfirðinga og úrtaka fyrir Landsmót 2014 verður haldið á Vindheimamelum um næstkomandi helgi, dagana 14. og 15. júní.
Samkvæmt heimasíðu hestamannafélagsins Stíganda verður keppt í A-flokki, B-flokki, ungmennaflokki, unglingaflokki, barnaflokki. Einnig í tölti, 100 m skeiði, 150 m skeiði og 250 m skeiði.