Opnað fyrir umsóknir á vorönn
Ákveðið hefur verið að opna fyrir skráningu nýnema við Háskólann á Hólum sem myndu hefja nám um áramót. Þetta er meðal annars gert í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og vill skólinn með þessu leggja sitt af mörkum á erfiðum tímum. Frestur til að sækja um skólavist fyrir vorönn rennur út 30. nóvember.
Markvisst, hagnýtt, hágæðanám
Háskólinn á Hólum býður upp á markvisst starfsnám og háskólanám í atvinnugreinum sem eru í örum vexti og skortir fólk með góða menntun. Reynslan sýnir að skólinn útskrifar fólk sem getur tekið virkan þátt í uppbyggingu viðkomandi atvinnugreina og því er óhætt að segja að námið gefi spennandi starfsmöguleika og fjölbreytta. Í öllum deildum fer fram umfangsmikið rannsókna- og þróunarstarf þannig að kennslan byggir á nýjustu upplýsingum og straumum sem í gangi eru hverju sinni.
Nánari upplýsingar um það nám sem verður í boði má finna hér