Opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða innan tíðar

Húnaþing vestra fékk á árinu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengis- og öryggismál við Kolugljúfur. Mynd: Visithunathing.is
Húnaþing vestra fékk á árinu styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengis- og öryggismál við Kolugljúfur. Mynd: Visithunathing.is

Ferðamálastofa vill vekja athygli á því að brátt verður opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og hvetur hún þá sem hyggja á umsókn til sjóðsins að byrja að undirbúa sig sem fyrst.

Sjóðurinn veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt og til  aðgerða sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins. Sjóðnum er ennfremur ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Styrkirnir eru eingöngu veittir til tiltekinna framkvæmda á ferðamannastöðum en ekki til staðanna sem slíkra eða til aðila. Þá veitir sjóðurinn ekki framlög vegna rekstrarkostnaðar ferðamannastaða eða til verkefna sem þegar er lokið.

Þeir sem hafa hug á að sækja um hjá sjóðnum er bent á að kynna sér lög nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og reglugerð um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða  en þar er fjallað nánar um styrkveitingar, fyrirkomulag úthlutana og margt fleira. Sjá nánar í frétt á vef Ferðamálastofu.

Á þessu ári fengu átta verkefni á Norðurlandi vestra styrk úr sjóðnum (sjá frétt á Feyki.is, Styrkjum úthlutað úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða) sem numu allt frá 3,7 milljónum króna upp í 57 milljónir og því ljóst að þar getur munað ærlega um fyrir þá aðila sem hyggja á framkvæmdir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir