Opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar á Skagaströnd

Mynd: pexels.com
Mynd: pexels.com

Að undanförnu hafa staðið yfir talsverðar breytingar á líkamsræktar aðstöðu í íþróttahúsinu á Skagaströnd og af því tilefni verður opið hús í dag, miðvikudaginn 17. Janúar, frá kl. 12:30-18:00.

Á heimasíðu Skagastrandar segir að tækin séu fengin frá World Class og verða þau kynnt af starfsfólki og einkaþjálfara samkvæmt leiðbeiningu og kennslu frá  Ólafi Jóhannessyni stöðvarstjóra World Class. Einnig mun Þórey Fjóla Aradóttir einkaþjálfari kynna sína starfssemi.

Sveitarfélagið býður þessa aðstöðu gjaldfrjálst til 31. janúar en að þeim tíma loknum tekur við ný gjaldskrá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir