Óskað eftir móttöku sýrlensks flóttafólks í Húnaþingi vestra

Frá Hvammstanga. Mynd: Northwest.is.
Frá Hvammstanga. Mynd: Northwest.is.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók fyrir, á fundi sínum þann 13. desember sl., erindi frá velferðarráðuneytinu um móttöku flóttamanna þar sem þess er farið á leit við Húnaþing vestra að taka á móti sýrlensku flóttafólki, um 25 einstaklingum, á árinu 2019.  Móttakan felst meðal annars í aðstoð við að finna húsnæði til leigu og veita fólkinu nauðsynlega þjónustu og aðstoð í eitt ár frá komu þess til landsins.  Gerður yrði samningur milli Húnaþings vestra og velferðaráðuneytisins/félagsmálaráðuneytisins þar að lútandi um fjárframlög til verkefnisins. 

Eftirfarandi bókun var samþykkt: „Sveitarstjórn fagnar framkomnu erindi og þeirri samfélagslegu ábyrgð sem því fylgir.  Samfélagið í Húnaþingi vestra er umburðarlynt, skilningsríkt og styðjandi.  Til staðar er fagþekking og stofnanir sveitarfélagsins eru öflugar.  Því er sveitarstjórn sannfærð um að vel verði staðið að móttöku, utanumhaldi og stuðningi við flóttafólk.   Sveitarstjóra falið að undirrita fyrirliggjandi samning við velferðarráðuneytið.“  

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir