Óskað verður eftir viðræðum um fjölgun opinberra starfa í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
24.08.2018
kl. 13.22
„Já ég á von á því að sveitarfélagið óski eftir viðræðum við ríkisvaldið um að opinberum störfum í Skagafirði verði fjölgað á næstu árum,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon nýr sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjaðar. Sigfús var gestur Karls Eskils Pálssonar í þættinum Landsbyggðum á sjónvarpsstöðinni N4 í gærkvöldi. Í þættinum var rætt vítt og breitt um málefni sveitarfélagsins á komandi kjörtímabili.
Í samstarfssáttmála Framsókarflokks og Sjálfstæðisflokks um myndun meirihluta í sveitarstjórn segir að meirihlutinn ætli að standa vörð um opinber störf í sveitarfélaginu og vinna að því að fjölga þeim.
Viðtalið við Sigfús Inga má nálgast hér fyrir neðan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.