Óvissa um áframhaldandi flug um Alexandersflugvöll
Lesa má úr samgönguáætlun að ekki verðu endurnýjaður samningur við flugfélagið Erni um flug til og frá Alexandersflugvelli við Sauðárkrók en án samning milli ráðuneytis, sveitarfélag og flugfélags er hætt við að ekki sé grundvöllur fyrir flugi milli Sauðárkróks og Reykjavíkur.
Í dag eru flognar 6 ferðir á viku. Sigfús Ingi Sigfússon hefur unnið samantekt um Alexandersflugvöll, nýtingu hans og áætlunarflug. Var vinna Sigfúsar kynnt fyrir atvinnumálanefnd Skagafjarðar á síðasta fundi hennar. Nefndin lýsir ánægju með framkvæmd áætlunarflugs til Sauðárkróks og samþykkti að leggja til við Byggðarráð að hafnar verði viðræður við Samgönguráðherra og flugfélagið Erni um áætlunarflugið til Sauðárkróks. Ennfremur var starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu og frekari nýtingu Alexandersflugvallar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.