Óvitinn kominn á stjá
Nemendur í fjölmiðlavali Blönduskóla eru komnir á stjá aftur á nýju skólaári og hafa sett nýjar fréttir inn á síðuna sína sem nefnist Óvitinn. Þar má meðal annars lesa um Íþróttadaginn, landsmót Samfés, barnaþrælkun og margt fleira.
Meðal efnis er grein frá Kristófer Skúla sem er í 8. bekk og segir hann frá Fiskideginum mikla sem haldinn var í skólanum í síðustu viku en þá kom Halla frá skóladagaheimilinu með fjölmarga fiska sem sonur hennar, Einar Haukur Arason, var búinn að safna á dvöl sinni á sjó. Þessa fiska er alla hægt að finna í Atlantshafi og fengu nemendur að skoða þá í krók og kring en þeim hafði verið komið fyrir í nýju tónlistastofunni í norðurenda íþróttahússins.
Óvitann er hægt að sjá HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.