Pálmi efstur á Skákþingi Skagafjarðar

Fjórða og næstsíðasta umferð Skákþings Skagafjarðar 2015 – Landsbankamótsins var tefld sl. laugardag og urðu nokkrar sviptingar á toppnum, samkvæmt vef Skákfélags Sauðárkróks. Alls eru tólf þátttakendur og er mótið reiknað til íslenskra og alþjóðlegra kappskákstiga.

Pálmi Sighvats hafði betur gegn Jóni Arnljótssyni og sigldi þar með fram úr Jóni og leiðir mótið með 3½ vinning.

„Pálmi er greinilega í fínu formi og teflir af miklu öryggi. Birkir Már Magnússon hafði sigur gegn Jakobi Sævari Sigurðssyni og er þar með kominn upp að hlið Jóns með þrjá vinninga. Næstir, með 2½ vinning, koma svo Þór Hjaltalín og Pétur Bjarnason,“ segir á vefnum.

Fyrir lokaumferðina, sem tefld verður næsta í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju á miðvikudag kl. 20, er ljóst að þrír efstu; þeir Pálmi, Jón og Birkir, eiga enn möguleika á að hafa sigur í mótinu og stefnir í harða baráttu. Birkir mun stýra hvítu mönnunum gegn Pálma, en Jón þeim svörtu gegn Þór Hjaltalín.

Fleiri fréttir