Páskamót Tindastóls í fótbolta
Knattspyrnudeild Tindastóls fyrirhugar að halda firma og hópamót í fótbolta laugardaginn 23. apríl í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Reglur eru þannig að 5 spila inn á í einu, þar af einn markmaður.
Spilað er eftir línum.
Það er 18 ára aldurstakmark.
Leikmenn meistaraflokks og 2. flokks mega ekki taka þátt.
Þátttökugjald er 10.000kr. á lið.
Skráning er hjá Hauki Skúla í síma 864 6999 og þarf að vera búið að tilkynna um þátttöku ekki síðar en kl.23.00 föstudaginn 22. apríl.