Piparkökuhúsakeppni í Varmahlíðarskóla
feykir.is
Skagafjörður
19.12.2014
kl. 12.07
Í gærmorgun kusu nemendur og starfsfólk sigurvegara í hinn árlegu piparkökuhúsakeppni Varmahlíðarskóla. Ekki mátti tæpara standa þar sem óveðursdagar höfðu tafið bæði undirbúning keppninnar og kosninguna.
Allir í skólanum fengu tíma til að skoða húsin - eða frekar bakstursverkin - og kusu sín uppáhaldsverk. Valið var að vanda afar erfitt eins og eins og sjá má á myndum á heimasíðu skólans. En úrslitin urðu eftirfarandi:
- sæti: Lilja Haflína og Rakel Eir
- sæti: Inga og Sylvía Sif
- sæti: Elínborg Ósk og Ólafía Ingibjörg