"Pizzuþörungurinn" mest spennandi
Síðastliðinn föstudag fékk starfsfólk BioPol ehf skemmtilega og fróðleiksfúsa gesti í heimsókn. Um var að ræða nemendur níunda bekkjar Höfðaskóla ásamt náttúrufræðikennara sínum Ólafi Bernódussyni. Krakkarnir höfðu verið að læra um frumdýr og þörunga en hjá BioPol fengu þau að til skoða slíkar líffverur í þeim tækjabúnaði sem BioPol hefur yfir að ráða. Starfsfólk BioPol fræddi krakkana einnig um þau verkefni hjá BioPol sem tengjast þessum lífverum og hagnýtingu þeirra.
Gestirnir voru allir til fyrirmyndar og sýndu viðfangsefninu aðdáunarverðan áhuga þrátt fyrir að á köflum um væri að ræða töluvert fræðilegt efni. Spurningar voru mjög áhugaverðar og sumar jafnvel nokku krefjandi fyrir fyrirlesarann. Mesta athygli fékk þó kísilþörungurinn Licmophora aðallega af því að hann er í laginu eins og pizzasneið.
Hver veit nema þessi heimsókn hafi kveikt áhuga sem síðar mun skila BioPol doktor i sjávarlíffræði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.