Prjónagleði á Stöð 2 í kvöld

Jóhanna og Magnús Hlynur. Mynd: Skjáskot af vef þáttarins.
Jóhanna og Magnús Hlynur. Mynd: Skjáskot af vef þáttarins.

Á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld, 2. júlí kl. 19:30, er þátturinn Maður er manns gaman í umsjón Magnúsar Hlyns Hreiðarssonar. Í þættinum verður sýnt frá Prjónagleði.

Prjónagleði fór fram á Blönduósi, helgina 8. – 10. júní sl. Þar ræddi Magnús við Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Textílsetursins og kynnti sér það sem fram fór. 

Prjónagleði er árleg prjónahátið sem haldin er af Textílsetri Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir