Prjónakaffið verður í húsnæði Náttúrustofu á miðvikudögum
feykir.is
Skagafjörður
09.01.2015
kl. 12.05
Í frétt af dagskrárbreytingum í Húsi frítímans, sem birtist á Feyki.is í gær, var sagt að prjónakaffi sem verið hefur þar færðist yfir á fimmtudaga. Það mun ekki vera rétt því prjónakaffið færist í húsnæði Náttúrustofu fram á vorið en verður áfram á miðvikudögum á sama tíma og áður.
Prjónakaffið hefur verið flutt tímabundið yfir í húsnæði Náttúrustofu, Aðalgötu 2 (beint á móti kirkjunni). Þar verður opið fram á vorið á sama tíma og áður, eða frá kl. 19:00-22:00 alla miðvikudaga. Prjónakaffið er öllum opið og eru allir boðnir velkomnir þessi kvöld.