Pure Natura tilnefnt til Embluverðlaunanna

Pure Natura framleiðir vítamín og fæðubótarefni úr innmat og kirtlum úr íslensku sauðfé í bland við villtar íslenskar jurtir.
Pure Natura framleiðir vítamín og fæðubótarefni úr innmat og kirtlum úr íslensku sauðfé í bland við villtar íslenskar jurtir.

Skagfirska frumkvöðlafyrirtækið Pure Natura hefur verið valið til að taka þátt norrænni matarkeppni  EMBLA-Nordic food award 2017 en verðlaun verða veitt í Kaupmannahöfn 24. Ágúst. Á sama tíma fer fram ein stærsta matarhátíð Norðurlandanna þar í borg, Copenhagen Cooking. Að verðlaununum standa öll bændasamtök á Norðurlöndunum í samvinnu við norrænu ráðherranefndina.

Alls er um sjö verðlaunaflokka að ræða en Pure Natura mun keppa við þátttakendur frá hinum norðurlöndunum um titilinn matarfrumkvöðull norðurlanda.

Pure Natura var stofnað í september 2015 af Hildi Þóru Magnúsdóttur frumkvöðli og hefur fyrirtækið unnið að vöruþróun undanfarin tvö ár. Vörur fyrirtækisins eru nýkomnar á markað en þær samanstanda af vítamíni og fæðubótarefni úr innmat og kirtlum úr íslensku sauðfé í bland við villtar íslenskar jurtir.

Sjá Tilnefningar til Embluverðlaunanna

Fleiri fréttir