Rabb-a-babb 118: Auðunn Sig

Nafn: Auðunn Steinn Sigurðsson.
Árgangur: 1966.
Fjölskylduhagir: Eiginkona Magdalena Berglind Björnsdóttir, sonur Kristófer Skúli 18 áraog dætur Margret Rún 15 ára og Jóhanna Björk 11 ára.
Búseta: Bý á Blönduósi.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Foreldrar mínir eru Sigurður Kr. Jónsson og Guðrún Ingimarsdóttir og ég er fæddur og uppalinn á Blönduósi.
Starf / nám: Ég er útibússtjóri Arion banka á Blönduósi og kláraði stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands árið 1987.
Hvað er í deiglunni:  Nú er stefnan sett á pallasmíði og Reykajvíkurmaraþon. Eftir það er lífið bara dásamlegt og fallegt.

Hvernig nemandi varstu? Ég held að ég hafi verið nokkuð þægilegur nemandi, var t.d. einungis tvisvar sendur til skólastjórans. Í báðum tilfellum fyrir litlar sakir. Svo var ég kladdavörður í Versló.

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Ætli það hafi ekki verið fermingin sjálf og gjöfin frá foreldrum mínum en það var forláta úr en svoleiðis hafði ég ekki eignast fyrr en þarna.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Smiður eins og pabbi en það er nokkuð djúpt á smíðagenin í mér en þó er það aðeins að breytast á síðustu árum.

Hvað hræðistu mest? Að fara einn um borð í rússneskan togara, gerði það einu sinni í denn þegar ég seldi þeim bíl sem ég átti. Hélt ég myndi skíta í mig af hræðslu og geri það aldrei aftur.

Besti ilmurinn? Af nýþvegnum þvotti úti á snúru, það er magnað.

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Madness, Clash og Duran Duran.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? 
Born to be wild, söngla þetta alltaf við rjúpnaveiðar.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu?  Beinum útsendingum frá leikjum Man.Utd.

Besta bíómyndin? Uncle Buck með John Candy. Maðurinn var hreint út sagt dásamlegur í þessari mynd.

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á?  Guðjóni Val Sigurðssyni. Óli Stef kemst nálægt honum en Guðjón Valur er legend.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili?  Strauja þvott.

Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu?  Að ganga frá og vaska upp. Meistari í því.

Hættulegasta helgarnammið?  Allt með lakkrís.

Hvernig er eggið best?  Hrært á pönnu.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu?   Á stundum erfitt með að segja nei.


Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Lygi og óheiðarleiki.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun?  Sælir eru þeir sem geta klórað sér í gegnum götin.

Hver er elsta minningin sem þú átt?  Þegar yngri bróðir minn hrinti mér niður stigann heima. Við erum að tala um 15 steyptar tröppur.

Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Tinni og Kolbeinn kapteinn. Skemmtilega ruglaðar persónur.

Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Sir Bobby Charlton, þvílík goðsögn og virðist vera alveg niðri á jörðinni í samskiptum við annað folk. Ljúfur sem lamb.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Maður sem heitir Ove. Djöfull sem mig langaði oft til að hrista kvikindið til við lesturinn. Enginn einn höfundur er í uppáhaldi.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið?  Magnað.

Hver var mikilvægasta persóna síðustu 100 ára að þínu mati? Fyrir utan konuna og börnin þá gæti ég sagt Mandela. Held að hann hafi hrist vel upp í mannréttindamálum heimsins, ekki veitti af.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Til áranna í Versló, það voru góðir og skemmtilegir tímar.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? „Maður á næstum því leik í efstu deild.“

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
Til Ítalíu með konunni.

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér?  Hníf, tjald og tannbusta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir