Ráðrík ehf. leggur til að gerður verði samfélagssáttmáli
Á Upplýsingavef um sameiningu sveitarfélaga í A-Hún. kemur fram að ráðgjafar hjá Ráðrík ehf., sem ráðið var til að gera úttekt á og leiða umræðu um framtíðarskipan sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, leggja til að vinna við samfélagssáttmála í samráði við íbúa sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefjist sem fyrst.
Á hann að innihalda stefnu sameinaðrar sýslu til 20 ára í fræðslumálum og íþrótta- og æskulýðsmálum. Að sögn ráðgjafanna brenna þessi mál mjög á íbúum sveitarfélaganna, hvort sem af sameiningu verður eður ei. Þá kemur fram að auk þess virðist vera jarðvegur fyrir því að útbúa sameiginlega stefnu í þessum málaflokkum. Þetta kom fram á fundi sameiningarnefndar þar sem tillögur Ráðrík ehf. um næstu skref í sameiningarmálum voru til umfjöllunar en fundargerðina má nálgast á sameining.huni.is
Einnig telja ráðgjafarnir rétt að ræða, og þá e.t.v. sem hluta af samfélagssáttmála, viðhorf íbúa og samstöðu, eða samstöðuleysi og að mótuð verði lýðræðisstefna um upplýsingagjöf og reglubundið samtal við íbúana. Þá segir að mikilvægt sé að samstaða og sameiginlegur skilningur sé um fyrirkomulag fjallskila.
Í samantekt af opnum fundum með íbúum sýslunnar eru ákveðin atriði undirstriku ð sem áríðandi er fyrir íbúana að vinna saman að, hvort sem verður í sameinuðu sveitarfélagi eða ekki. Þar má nefna samstarf í atvinnumálum og þá ekki síst í ferðaþjónustu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.