Ræsing Húnaþinga
Gerð hafa verið drög að samningi milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og allra sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum um verkefnið Ræsing Húnaþinga. Í fundargerð byggðaráðs Blönduósbæjar frá 9. október sl. segir að markmið verkefnisins sé að efla nýsköpun á landsbyggðinni með öflugu stuðningsverkefni fyrir nýjar atvinnuskapandi hugmyndir og sé þannig í raun samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir þar sem einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar.
Þegar verkefninu verður hleypt af stokkunum verður einstaklingum, hópum og fyrirtækjum boðið að senda inn verkefni og vinna í framhaldinu að viðskiptaáætlun undir handleiðslu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar. Samstarfsaðilarnir leggja til fjármuni í þróunarsjóð og sem nýttur verður fyrir þátttakendur.
Byggðarráð Húnaþings vestra tilnefndi á fundi sínum sl. mánudag Ingveldi Ásu Konráðsdóttur í stjórn verkefnisins og sveitarstjórn Húnavatnshrepps kaus Erlu Gunnarsdóttur sem fulltrúa sinn á fundi sínum í gær.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.