Rannsökuðu virkni bleikjuseiða á ólíkum tímum sólarhrings

Á heimasíðu Hólaskóla segir frá því að grein eftir Nicolas Larranga og Stefán Óla Steingrímsson hafi nýlega birst í tímaritinu Behvaioral Ecology. Um er að ræða niðurstöður rannsóknar á virkni bleikjuseiða á ólíkum tímum sólarhrings.

Þetta er fyrsta greinin sem Nicolas birtir í tengslum við doktorsnám sitt, sem hann vinnur við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands undir leiðsögn Stefáns, dósents við Hólaskóla. Niðurstöðurnar sýna að botngerð straumvatna og fjöldi þeirra felustaða sem bleikjuseiði geta leitað skjóls í, hefur gífurleg áhrif á virkni fiska á ólíkum tímum sólarhrings. Þegar felustaðir voru nægir voru bleikjuseiði virk við fæðunám á nóttunni, en földu sig á daginn.

Aftur á móti, þegar fjöldi felustaða var takmarkaður voru fiskar virkir á daginn og söfnuðust frekar í hópa, auk þess sem þeir réðust sjaldnar á bráð og úr styttri fjarlægð. Tilraunin var framkvæmd í Grímsá, sem rennur í Laxá í Skefilsstaðahreppi. Greinin heitir „Shelter availability alters diel activity and space use in a stream fish“ og útdrátt úr henna má nálgast á þessari slóð.

Fleiri fréttir