Tvö uppáhaldsliðin að mætast í úrslitum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
14.05.2025
kl. 09.40
Rakel Rós Ágústsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og má kannski segja að hún komi úr fremar rótgróinni körfuboltafjölskyldu. Hún, bræður og systir körfubolta-spilandi og síðan er hún gift Baldri Þór Ragnarssyni og á með honum soninn Ragnar Thor. Fyrir þá sem ekki vita er Baldur, maður Rakelar, þjálfari Stjörnunnar í meistaradeild karla í körfubolta sem etur nú kappi við Tindastól í úrslitum bónusdeildarinnar í körfubolta. Þriðji leikurinn í seríunni fer einmitt fram í Síkinu í kvöld og hefst á slaginu 19:15.