Myndaveisla úr Síkinu í boði Sigurðar Inga

Arnar Björnsson með enn eina skutluna, NTBD; SIGURÐUR INGI
Arnar Björnsson með enn eina skutluna, NTBD; SIGURÐUR INGI

Af því að lífið er körfubolti - ekki saltfiskur (sem betur fer) – þá er rétt að bjóða lesendum Feykis upp á aðeins meira af leiknum í gær. Sigurður Ingi ljósmyndari var að sjálfsögðu í Síkinu og Feykir fékk að velja 20 frábærar myndir í góða myndamöppu til birtingar.

Og þegar Feyki er réttur litliputti þá er auðvitað meira tekið þannig að í möppunni eru 24 myndir. Ef einhverjir hafa áhuga á því að eignast myndir hjá Sigurði Inga þá er bara að hafa samband við kappann, til dæmis á Facebook en á síðu hans má finna miklu fleiri myndir frá leiknum og í raun flestum leikjum Tindastóls hvort sem það er nú í körfu eða fótbolta.

En vesgú í boði Sigurðar Inga ...

Fleiri fréttir