Rebekka og Inga Sólveig verða með Stólastúlkum í vetur

Rebekka og Inga Sólveig kampakátar. MYND AF FB
Rebekka og Inga Sólveig kampakátar. MYND AF FB

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimakonurnar Rebekku Hólm Halldórsdóttur og Ingu Sólveigu Sigurðardóttur um að leika með kvennaliðinu komandi tímabil. Níu lið eru skráð til leiks í 1. deild kvenna og verður spiluð þreföld umferð. Fyrsti leikur Tindastóls verður í Síkinu 23. september en þá kemur b-lið Breiðabliks í heimsókn.

Fyrr í sumar höfðu þær Anna Karen Hjartardóttir, Eva Rún Dagsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Klara Sólveig Björgvinsdóttir og Kristín Halla Eiríksdóttir skrifað undir samning við lið Tindastóls og þar á undan hafði Ingigerður Hjartardóttir skrifað undir samning fyrir næsta tímabil.

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að bandaríska körfuknattleikskonan Chleo Wanink hefði samið við Tindastóls en körfuknattleiksdeildin stefnir á að kvennaliðið verði skipað tveimur erlendum leikmönnum í vetur. Þá var nýverið gengið frá ráðningu á sænska þjálfaranum Pat Ryan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir