Reiknað með vonskuveðri
Lögreglan á Norðurlandi vestra bendir, á Facebooksíðu sinni, íbúum á slæma veðurspá eftir hádegi í dag og á morgun og bendir fólki á að huga að lausamunum og öðru smálegu. Þá er ekki ólíklegt að færð spillist á heiðum og er því þeim sem hyggja á ferðalög bent á að fylgjast með færð á vegum á upplýsingasíðu Vegagerðarinnar http://www.vegagerdin.is/…/faerd-og-…/nordurland-faerd-kort/ eða í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777
Gul viðvörun Veðurstofunnar er nú í gildi um landið allt. Í horfum fyrir Strandir og Norðurland vestra segir að ganga muni í norðaustan 13-23 m/s með snjókomu og skafrenningi, hvassast og úrkomumest á Ströndum. Færð muni spillast smám saman og skyggni fari minnkandi þegar kemur fram á daginn svo líkur séu á samgöngutruflunum. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri á landinu fram á morgundaginn og að ekki fari að draga úr því fyrr en seint á morgun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.